Við högnumst á því að halda eftir hluta af þeim vöxtum sem t.d. Seðlabankinn borgar okkur en skilum megninu af þeim vöxtum til viðskiptavina. Við fáum líka tekjur í gegnum VISA sem eru beintengdar því hversu mikið þú notar debetkortið okkar. Þú borgar þetta ekki heldur fáum við þær tekjur beint frá VISA sem innheimtir þær af söluaðilum sem þú verslar við. Þetta er sama fyrirkomulag og af öllum öðrum greiðslukortum.