Svo sannarlega. Það er ekkert mál að nota kortið til að taka út reiðufé í hraðbanka innanlands og erlendis. En það gæti aftur á móti verið rukkað sérstaklega fyrir það. Það er ekki kostnaður sem indó leggur á, heldur er það bankinn sem á hraðbankann sem velur hvort hann rukki fyrir úttektir eða ekki.
Á hverju 24 klukkutíma bili er hámarksúttekt í hraðbanka 100.000 kr og á hverju 30 daga tímabili er hámarksúttekt 400.000 kr.