Ef þú stofnaðir reikning í dag verður kortið þitt virkt í appinu í fyrramálið. Þá getur þú bæði virkjað kortið í Apple Pay / Google Wallet og byrjað að nota það á netinu.
Þú sérð kortanúmerið þitt í kortaskjánum og velur augað í horninu til að sjá allt kortanúmerið. Ef þú smellir svo á kortanúmerið þá afritast það og því rosalega auðvelt að klístra það á réttan stað þegar þú ert að versla á netinu.