Enn sem komið er tökum við bara einstaklinga í viðskipti og munum einbeita okkur að því að búa til næstu þjónustuþætti fyrir þá. En hins vegar höfum við fullan hug á að bjóða fyrirtækjum í viðskipti til okkar á næstu misserum, og viljum útbúa þjónustu við þau á þeirra forsendum og mæta þeirra þörfum.
Við finnum fyrir miklum áhuga frá eigendum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á að koma í viðskipti til okkar, og er mikið í mun að mæta þeirri þörf með glæsibrag.