Vonandi verður hann leiður að sjá á eftir þér, en að sama skapi sýnir því skilning að þér finnist glatað að þurfa að borga fyrir að nota launin þín. En það sem gamli bankinn þinn má alls ekki gera, og það kemur fram í sátt sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið fyrir um 10 árum, er að refsa þér með því t.d. að hækka vexti á lánin þín, rukka þig einhver aukagjöld eða gjaldfella lán. Bönkunum ber skylda til að stuðla að aukinni samkeppni á bankamarkaði, skv. áðurnefndri sátt, og það þýðir að þeir eiga hreinlega að auðvelda fólki að færa launareikningana sína annað. Þannig að verið velkomin til indó og segið bless við allt bullið í bönkunum.