Ef þú sérð færslu sem þú kannast ekki við er best að byrja á því að frysta kortið þitt um leið.
Þú gerir það með þessum skrefum:
- Opnar indó appið
- Velur “Kort” á flipanum neðst á skjánum
- Ýtir á “Frysta”
Síðan er best að þú hefur samband við okkur í gegnum netspjallið í appinu (því þá sjáum við að þú ert þú), og sagt okkur þar frá færslunni svo við getum skoðað málið fyrir þig.