Við erum að prenta debetkortin tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum og fara kortin frá okkur í póst á þriðjudögum og föstudögum og eru þau póstlögð á lögheimili korthafa. Svo er það mismunandi hvað Pósturinn er lengi að koma kortunum til skila á áfangastað.
Daginn eftir að reikningur hefur verið stofnaður er kortanúmerið sjálft búið að virkjast og þá er hægt að bæta kortinu við í Google Wallet / Apple Pay og nota það í netgreiðslur, þrátt fyrir að plastkortið sé ekki komið í hendurnar :-)