Almennt er hagstæðara að velja að greiða í EUR (eða þeim gjaldmiðli sem notaður er í landinu) því þá er það indó sem sér um að breyta yfir í ISK á því gengi sem indó býður. Ef valið er að greiða í ISK þá er skuldfært af reikningnum sú fjárhæð í ISK sem söluaðilinn eða færsluhirðirinn býður upp á, sem öllu jafna er óhagstæðara en það sem indó býður.