Sparitrix er sjálfvirki sparnaðurinn sem þú getur virkjað í sparibaukunum þínum. Þú getur skoðað þau sparitrix sem við bjóðum upp á inni í sparibauknum þínum og ef þér líst vel á þau - geturðu virkjað þau til að hjálpa þér að spara umhugsunarlaust.
Þau sparitrix sem við bjóðum upp á núna eru:
- Reglulegur sparnaður: Hér getur þú valið upphæð sem fer sjálfkrafa frá debetreikningnum inn á sparibaukinn þinn. Þú getur valið hvort upphæðin eigi að vera daglega, vikulega eða mánaðarlega.
- Peningaskrímslið: Peningaskrímslið étur af þér vikulega handahófskennda upphæð af debetreikningnum þínum og setur í baukinn þinn. Þú velur lægstu mögulegu upphæð og hæstu mögulegu upphæð.