Fyrirframgreidd laun hjá indó er 25.000 kr. ókeypis lán sem er aðgengilegt frá 25. hvers mánaðar og fram að næstu mánaðamótum. Þetta virkar því eins og þú sért að fá lítinn hluta af laununum fyrirframgreidd rétt fyrir mánaðarmót. Við viljum geta boðið upp á betri lánalausn sem aðstoðar við síðustu daga mánaðarins til að hjálpa við að forðast að taka önnur dýrari lán í þeim aðstæðum.
Lánið endurgreiðist svo sjálfkrafa um mánaðamótin, eftir að launin þín koma inn á indó reikninginn. Svo þú þarft ekkert að hugsa um að borga það til baka.
Við getum boðið ókeypis lán í lok mánaðarins ef þú ert með launin þín hjá indó vegna þess að við vitum með vissu að þú greiðir lánið sjálfkrafa upp aðeins nokkrum dögum síðar. Þess vegna höfum við tök á að bjóða upp á þessa þjónustu þér að kostnaðarlausu.
Þú finnur valmöguleikann á því að fá fyrirframgreidd laun með því að sækja um það undir „Reikningur“ í appinu.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.