Hver geta sótt um fyrirframgreidd laun?

Þau sem geta fengið fyrirframgreidd laun eru þau sem ná eftirfarandi viðmiðum:

  • 25 ára eða eldri
  • Fá færslu inn á indó í kringum mánaðamót sem samsvarar launum síðastliðna 3 mánuði, að lágmarki 150.000 kr. Færslan sjálf þarf ekki að koma beint frá vinnuveitanda heldur getur komið frá hverjum sem er. Við þurfum bara að geta reiknað með að það komi færsla líka næstu mánaðamót til að rukka fyrirframgreitt til baka.
  • Búa á Íslandi og vera með kennitölu sem er a.m.k. 36 mánaða gömul.
  • Ef þú hefur áður tekið fyrirframgreidd laun og ekki greitt þau til baka á réttum tíma eða yfirdráttur hefur farið í vanskil áttu ekki rétt á fyrirframgreiddum launum. Þú getur þó verið með virkan yfirdrátt til að fá fyrirframgreidd laun.

Þetta er sá rammi sem við styðjumst við í upphafi en mögulega munum við breyta þessum skilyrðum þegar fram líða stundir og við höfum fengið meiri reynslu af lánveitingum. 

Var þessi grein gagnleg?

8 af 11 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.