Millifærsla á háum upphæðum frá indó til annars banka

Þegar þú millifærir upphæð sem er upp að eða yfir 25 milljónir á opnunartíma þ.e. á virkum degi milli 9-16 þá birtist greiðslan fyrst um sinn eins og hún er í bið í færsluyfirlitinu í appinu. Hún birtist þannig á meðan fjárstýring indó hleypir greiðslunni áfram.

Ef þú ert að gera millifærslu sem er yfir 10 milljónir utan opnunartíma, þá færðu villumeldingu í appinu, af því að kerfin sem miðla stórum greiðslum á milli banka eru lokuð. Það þarf þá að skrá millifærsluna aftur á opnunartíma. 

Var þessi grein gagnleg?

34 af 44 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.