Hvað eru sparitrix?

Sparitrix er sjálfvirki sparnaðurinn sem þú getur virkjað í sparibaukunum þínum. Þú getur skoðað þau sparitrix sem við bjóðum upp á inni í sparibauknum þínum og ef þér líst vel á þau - geturðu virkjað þau til að hjálpa þér að spara umhugsunarlaust.

Þau sparitrix sem við bjóðum upp á núna eru:

  • Reglulegur sparnaður: Hér getur þú valið upphæð sem fer sjálfkrafa frá debetreikningnum inn á sparibaukinn þinn. Þú getur valið hvort upphæðin eigi að vera daglega, vikulega eða mánaðarlega.
  • Peningaskrímslið: Peningaskrímslið étur af þér vikulega handahófskennda upphæð af debetreikningnum þínum og setur í baukinn þinn. Þú velur lægstu mögulegu upphæð og hæstu mögulegu upphæð.
  • Borgaðu aðeins meira: Námundaðu upp í næsta 50, 100 eða 1000 kall í hvert sinn sem þú notar kortið og leggðu mismunin inn á sparibauk! Til dæmis, ef þú borgar 1709 krónur fyrir vöru fer 41 króna, 91 króna eða 391 króna inn á sparibauk!
  • Falin gjöld: Sparaðu það sem hin bankarnir rukka þig um. Í hvert sinn sem þú borgar með kortinu fara 19 krónur inn á sparibauk og 2.5% af öllum kaupum með erlendum gjaldeyri.

Var þessi grein gagnleg?

67 af 68 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.