Get ég tekið út reiðufé í hraðbanka með indó?

Svo sannarlega! Það er ekkert mál að nota indó kortið til að taka út reiðufé í hraðbanka innanlands og erlendis. Hafðu þó í huga að það gæti verið rukkað aukagjald fyrir úttektina. Það er ekki gjald sem indó leggur á færsluna. Það er alfarið í höndum rekstraraðila hraðbankans það sé rukkað sérlega fyrir úttektir úr hraðbanka eða ekki.

Hérlendis er alltaf rukkað fyrir hraðbankaúttektina, en erlendis er víða að finna hraðbanka sem leggja engin aukagjöld fyrir að taka út úr hraðbanka.

Á hverju 24 klukkutíma bili er hámarksúttekt í hraðbanka 152.250 kr og á hverju 30 daga tímabili er hámarksúttekt 609.000 kr.

Var þessi grein gagnleg?

370 af 385 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.