Ég er með reikning hjá ykkur, get ég opnað annan reikning?

Já, þriðjudaginn 30. maí opnuðum við sparnaðarreikningana okkar sem við köllum sparibauka - einfaldlega vegna þess að þeir eru svo mikilu skemmtilegri en venjulegir sparnaðarreikningar.

Þú getur opnað marga sparibauka, sérsniðið þá að þér með mynd og nafni, sett þér markmið og virkjað sparitrix til að hjálpa þér að spara hraðar.

Þú finnur reikningsnúmerið með eftirfarandi skrefum:

  1. Smellir á sparibaukinn þinn
  2. Ýtir síðan á punktana þrjá efst í hægra horni
  3. Þar birtist reikningsnúmerið sem þú getur afritað

Sparibaukarnir eru allir eins - óbundnir og óverðtryggðir.

Hægt er að sjá vexti á sparibaukum hér:

https://www.indo.is/verðskrá

Var þessi grein gagnleg?

202 af 210 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.