Af hverju birtast allar kröfurnar mínar í indó appinu?

Allar kröfur sem birtast okkur fara í gegnum svokallaðan Kröfupott hjá Reiknistofu bankanna. Það er tölvukerfi sem er sameiginlegt öllum bönkum og sparisjóðum - sem þýðir að þegar krafa er stofnuð þá birtist hún í öllum netbönkum eða öppum sem viðskiptavinurinn er með.

Það er hinsvegar þannig að þegar þú hefur greitt kröfuna á einum stað, þá hverfur hún alls staðar út þannig að það á að vera ógerningur að greiða sömu kröfuna tvisvar sinnum. 

Var þessi grein gagnleg?

46 af 47 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.