Af hverju birtast sumar færslur í bið?

Þegar þú notar kortið í verslun, þá flytjast engir peningar beint frá þér til verslunarinnar strax. Það sem gerist er að verslunin spyr indó í gegnum færsluhirði: "Viltu heimila þessi kaup á þetta kort?"

Ef indó segir já, þegar það er næg innstæða á reikning o.s.frv, þá búum við til frátekt á reikningnum þínum. Þessi frátekt lifir yfirleitt bara í 1-3 daga, en við fellum hana sjálfvirkt niður eftir 7 daga.

Það sem gerist síðan eftir að greiðslan hefur verið heimiluð er að verslunin sendir sölunótur á VISA í gegnum færsluhirðinn sinn og þá sendir VISA á okkur uppgjörsfærslurnar. Þá fyrst breytast þessar biðfærslur í endanlegar millifærslur. Þetta klárast venjulega 1-3 dögum eftir að þú straujar kortið.

Ástæðurnar fyrir því að hafa þetta sem biðfærslu eru margar. Eitt tilfelli er t.d. þegar þú ferð á bensínstöð og velur "Fylla". Þá verður til frátekt fyrir t.d. 30 þús, en svo dælir þú fyrir 11 þúsund. Biðfærslan er þá uppfærð úr 30 þús í 11 þús og þú hefur strax aðgang að þessum 19 þús. króna mismun.

Biðfærslur geta líka fallið niður, t.d. ef kaupin klárast ekki af einhverjum ástæðum, eða ef heimildin er notuð sem trygging fyrir hótelherbergi eða bílaleigubíl, o.s.frv.

Var þessi grein gagnleg?

21 af 28 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.