Hvað er gjaldeyrisálag?

Gjaldeyrisálag eru gjöldin sem aðrir bankar leggja ofan á gjaldeyrinn þinn.
 
Þannig er að ef við skoðum heimasíður bankanna þá sjáum við að þar er birt gengi gjaldmiðla. Þar býðst t.d. einn bankinn til að selja mér eina evru á 155 krónur, en það er hvernig ég nálgast þá evru hjá honum. Ef ég ætla fá evruna sem seðil, þá kostar hún mig 160 krónur (sem er 3,2% álag ofan á almennt gengi). Ef ég ætla að fá evruna í gegnum kortafærslu á Tene eða í gegnum netverslun heima í stofu, þá rukkar bankinn mig um 159 krónur (sem er 2,5% álag ofan á almennt gengi). Og ef ég kaupi evruna á flugvellinum kostar hún 163 krónur (sem er rúmlega 5% álag ofan á almennt gengi).
 
Evran kostar þig alltaf það sama hjá indó, sama hvað þú vilt gera. Og það sem meira er, evran kostar þig það sama og hún kostar okkur sem þýðir að þú færð einfaldlega evruna á sama gengi og við fáum hana.
 
Þetta gjaldeyrisálag, sem við venjulega fólkið borgum alltaf þegar við erum að versla erlendis eða í erlendum vefverslunum, skilar bönkunum mörgum milljörðum í tekjur á ári ef við horfum á upplýsingar á heimasíðu Seðlabanka Íslands.
 
Nú er nóg komið, notaðu peningana þína á Íslandi og erlendis, og ekki hafa áhyggjur af því að þú þurfir að borga sérstaklega fyrir það. Þetta eru þínir peningar.

Var þessi grein gagnleg?

168 af 171 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.