Þegar þú verslar erlendis stendur þér oft til boða að velja á milli þess að greiða með íslenskum krónum (ISK) eða gjaldeyri þess lands sem þú ert í (EUR/USD/GBP/o.s.frv.).
Til að fá gjaldeyrinn á indógenginu er mikilvægt að velja alltaf gjaldmiðil þess lands sem þú ert í.
Þannig ef þú ert í t.d. í Danmörku þá myndirðu velja dönsku krónuna (DKK), á Tælandi velurði Bahtið (THB) og allt þaðan eftir erlendum götum.
Kíkjum aðeins til Spánar fyrir dæmisögu þar sem gjaldmiðillinn er Evran (EUR).
Þú ert á vappi eftir götum Madrid og sérð þar í búðarglugga alveg æðislega flottan segul af flamenco dansara í fullri sveiflu sem myndi alveg kóróna ísskápinn heima. Söluaðilinn pakkar saman seglinum fyrir þig og beinir posanum í átt að þér. Þá standa þér tveir kostir í stöðunni:
- Þú velur að greiða fyrir færsluna í EUR: Færslan kemur til okkar í Evrum og við gengisbreytum færslunni yfir í íslenska krónu á því gengi sem við fáum frá VISA (án gjaldeyrisálags!). Gagnsæi er okkur hjartans mál í öllu sem við gerum og því getur þú alltaf ýtt á færsluna í færsluyfirlitinu sem við tökum fram á hvaða gengi þú fékkst evruna. Einnig geturðu alltaf séð gengi dagsins með því að ýta hérna. Í stuttu máli kaupir þú evruna beint af okkur þegar þú ferð þessa leið.
- Þú greiðir fyrir færsluna í ISK: Þá er það söluaðilinn sem að sér um að gengisbreyta færslunni á því gengi sem hann ákveður. Það sem gerist þá er að söluaðilinn fær færsluna til sín í evrum og hann umbreytir færslunni yfir í ISK.- Indó fær færsluna til sín í ISK.- og við vitum í raun ekki hversu há færslan var í evrum talið. Yfirleitt eru þannig færslur frekar kostnaðarsamar þar sem söluaðili getur rukkað eins mikið fyrir evruna og hann kýs. Í stuttu máli ertu að kaupa evruna söluaðilanum ef þú ferð þessa leið.
Þetta á jafnt við um kortafærslur erlendis, hraðbankaúttektir erlendis og kortafærslur af erlendum netverslunum. Sumir erlendir hraðbankar gefa korthöfum ekki upp valmöguleikann að greiða á annan hátt en í ISK.- við mælum sterklega með því að halda sig frá slíkum hraðbönkum og velja einungis hraðbanka frá vottuðum fjármálastofnunum sem gefa þér valkostinn að færslan eigi sér stað í þeim erlenda gjaldmiðli sem þú vilt.
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.