Í því skyni að tryggja öryggi reikninga viðskiptavina okkar læsir appið sér sjálfkrafa augnabliki eftir að þú hættir að nota appið. Það er því nóg að loka bara appinu og opna það aftur með leyninúmerinu þínu eða með lífkenni á borð við fingrafar eða Face ID.
Ef þú hefur skráð þig alveg út úr appinu eða sett indó appið upp í nýju snjalltæki, þá þarf alltaf að byrja á því að auðkenna sig rafrænt og er það hægt með þessum tveimur leiðum í dag:
Rafræn skilríki á SIM kortinu eru háð því að símanúmerið virki eins og vanalega. Það er oftast raunin í löndum sem hafa svo kallaðan reikisamning við Ísland. Þú færð þá röð SMSa sem þú staðfestir með PIN kóða rafrænu skilríkjanna og auðkennir þig þannig inn í appið.
En ef þú ert í landi þar sem er ekki reikisamningur við Ísland, það er slæmt símasamband og SMS berast seint eða illa, þá munu rafrænu skilríkin ekki virka til að auðkenna þig.
Auðkennis appið er því almennt áreiðanlegra fyrir rafræna auðkenningu sama hvar þú ert í heiminum, þar sem Auðkennis appið krefst þess eingöngu að síminn sé í netsambandi til að rafrænt auðkenna þig.
Þú finnur Auðkennis appið í Google Play Store (fyrir Android notendur) með því að ýta hérna og í App Store (fyrir iPhone notendur) með því að ýta hérna.
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.