Netsvindl er sífellt að færast í aukana og við hjá indó höfum við því tekið saman nokkur atriði sem er gott að hafa í huga og passa sig á:
Glæpamenn misnota rafræn skilríki
Þeir senda rafræna auðkenningu í nafni banka. Ef þeir komast inn í banka-öppin þín með rafrænum skilríkjum komast þeir yfir alla fjármuni sem þar er að finna.
Aldrei samþykkja auðkenningarbeiðni ef þú áttir ekki frumkvæðið að henni.
Glæpamenn eru einnig að senda pósta og sms í nafni ísland.is, Íslandspósts og fleiri stofnana og fyrirtækja. Þar er fólk ýmist beðið að auðkenna sig, slá inn kortanúmer og SMS kóða. Falsanirnar eru oft á tíðum afar vandaðar. Það borgar sig að fara beint á heimasíðu þess fyrirtækis sem skilaboðin voru send úr í stað þess að smella á hlekk í skilaboðum.
Fjöldi vandaðara, glæpsamlegra vefverslana eru í umferð
Þær bjóða verulega afslætti af merkjavörum. Það borgar sig að leita að upplýsingum um vefverslun áður en þú stundar viðskipti við hana.
Ef verslunin hefur mjög fáar niðurstöður er ástæða til að tortryggja hana.
Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá eru líkur á að það sé það. Það getur því borgað sig að gaumgæfa stafsetningu og orðalag, málfræðivillur gefa stundum upp um svikahrappinn.
Ef þú ert óviss er rétt að heyra í viðkomandi fyrirtæki og athuga hvort skilaboðin komi sannarlega frá því.
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.