Neyðarlokun indó

Óttast þú að óprúttinn aðili hafi komist yfir indó reikninginn þinn eða hefur kortið þitt eða/og síminn hefur glatast? Þú getur látið loka alveg fyrir aðgang að reikningnum þínum með því að smella hér.

Þaðan auðkennir þú þig með Auðkennisappinu, rafrænum skilríkum eða með því að slá inn leyninúmerið sem þú valdir þegar þú stofnaðir indó reikninginn þinn.

Athugið að leyninúmerið er ekki það sama og PIN-númerið á kortinu þínu. 

Við munum síðan í kjölfarið hafa samband við þig (ekki seinna en klukkan tíu morguninn eftir) og tökum þaðan næstu skref til að tryggja öryggi aðgangs, reikninga og korts.

Ef þú hefur glatað plast kortinu þínu en ert enn með símann er nóg fyrir þig að fara í indó appið - Opna kortaskjáinn og velja "Frysta" - Við það verður debetkortið þitt ónothæft samstundis. Það á bæði við um plastkortið og stafrænu útgáfuna í símanum þínum.

Næst sendir þú okkur skilaboð í gegnum netspjallið í appinu og óskar eftir nýju korti, sem við pöntum fyrir þig þegar þjónustuverið er opið, á milli 9-16 á virkum dögum.

Þú finnur netspjallið með því að fylga þessum skrefum:

  1. Á heimaskjá ýtir þú á „Allskonar“ neðst niðri til vinstri. 
  2. Þar finnur þú „Netspjall

Þú færð þá samstundis nýtt stafrænt kort sem þú getur strax notað til að greiða með símanum og á netinu. Síðan sendum við þér nýtt plastkort sem kemur með póstinum nokkrum dögum seinna.

Related to

Var þessi grein gagnleg?

28 af 33 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.