Hvernig fer reikningurinn í mínus?

Þegar þú straujar kortið tökum við upphæðina frá þar til uppgjörsbeiðni berst eða í allt að 7 daga.

Á meðan fer færslan „í bið“. Eftir 7 daga gerum við ráð fyrir því að kaupin hafi ekki gengið í gegn og losnar upphæðin aftur (sem hækkar ráðstöfunarupphæðina þína í kjölfarið).

En öðru hverju berst uppgjörið eftir þann tíma og ef það er ekki næg innstæða á reikningnum fer hann í mínus. Ef það gerist getur þú sent okkur skilaboð í gegnum netspjallið í appinu og við hjálpum þér að sjá hvaða færsla þetta er.

indó rukkar engin gjöld þegar þetta gerist, engan fitkostnað, enga vexti og enga dráttavexti.

Var þessi grein gagnleg?

6 af 6 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.