Hvernig loka ég sparibauk?

Allir indóar fá sjálfkrafa einn sparibauk en geta opnað fleiri í appinu undir „Spara“.

Ef þú vilt ekki eiga sparibauk í indó þá geturðu eytt honum með því að velja „Loka og taka út pening“ í bauknum. Ef þú ert með einhvern pening inni í bauknum, þá millifærist hann sjálfkrafa yfir á debetreikninginn þinn.

Þú getur síðan alltaf valið að breyta bauk með þessum skrefum: 

  1. Smellir á sparibaukinn þinn
  2. Ýtir síðan á punktana þrjá efst í hægra horni
  3. Velur „Breyta sparibauk“. Þá geturðu valið nýtt nafn og nýja mynd fyrir baukinn

Var þessi grein gagnleg?

18 af 20 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.