Hvernig millifæri ég á sparibaukinn minn?

Til að setja peninginn í sparibaukinn þinn gerir þú eftirfarandi:

  1. Smellir á "Spara" neðst í flipanum á skjánum í indó appinu
  2. Velur baukinn sem þú vilt setja inn á
  3. Smellir á "setja í bauk" og velur upphæð

Þú getur síðan valið hvort þú vilt millifæra þessa upphæð frá debetreikningnum þínum eða af öðrum sparibaukum inn á þennan sparibauk. 

Það er líka hægt að millifæra beint inn á sparibaukinn þinn frá reikningi í öðrum banka. Til þess að finna reikningsnúmer bauksins ýtir þú á punktana þrjá efst í hægra horninu í bauknum.

 

Til að millifæra af sparibauknum þínum gerir þú eftirfarandi:

  1. Smellir á "Spara" neðst í flippanum á skjánum í indó appinu
  2. Velur baukinn sem þú vilt taka út af 
  3. Smellir á "Taka út" og velur upphæð

Sú upphæð mun þá verða millifærð af sparibauknum þínum yfir á indó debetreikninginn þinn eða á annan sparibauk sem þú velur.

 

Var þessi grein gagnleg?

126 af 143 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.