Hvað er hægt að gera í Dúett?

Þið getið verið með sameiginlegan Dúett reikning fyrir sameiginleg útgjöld heimilisins og valið að deila kröfum ykkar og rafrænum skjölum með hvort öðru.

Ef þið eruð með Dúett reikning - fáið þið sitt hvort kortið í símann. Það er ekki hægt að fá plastkort með Dúett reikningi, a.m.k. eins og er.

Ef þið deilið kröfum þá getið þið getið bæði séð og borgað kröfur hvors annars og fáið miklu betri yfirsýn yfir sameiginlegu útgjöldin hver mánaðarmót - saman! 

Við viljum að Dúettinn vaxi og dafni eins og sambandið ykkar. Núna erum við að vinna í sameiginlegum sparibaukum.

Ef að þú hefur fleiri hugmyndir hverju þú vilt deila með þínum betri helming, þá er um að gera að taka snúning í Hugmyndabankanum okkar hérna.

Var þessi grein gagnleg?

5 af 6 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.