Þú getur óskað eftir endurkröfu og það er nákvæmlega sama ferli með debet- og kreditkort.
Það er nauðsynlegt að reyna að leysa málið beint við söluaðila áður en hægt er að framkvæma endurkröfu á færslu. Ef það gengur ekki þá aðstoðum við þig með endurkröfuferlið í gegnum VISA.
Fyrsta skref er því að hafa samband við söluaðila og sjá hvort þau endurgreiði þér. Ef endurgreiðsla berst ekki innan 15 daga frá því að þú sendir beiðni til söluaðila hafðu þá samband við okkur og við látum þig þá fá eyðublað frá okkur sem þú fyllir út með upplýsingum um færsluna og við hefjum endurkröfuferlið.
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.