Þarftu að hefja endurkröfuferli?
Kannast þú ekki við færslu á bak við kortið þitt? Eða var færslan skuldfærð tvisvar? Pantaðir þú vöru eða þjónustu sem barst ekki eða ertu með færslu fyrir hærri upphæð en þú samþykktir?
Þú gætir átt rétt á endurkröfu. Þetta er það sem þú þarft að gera!
Ef þú kannast ekki við færslu þá þarftu að gera eftirfarandi:
- Loka kortinu.
Þú getur fryst kortið strax í indó appinu til að koma í veg fyrir frekari misferli en til að hefja endurkröfuferli þarftu að hafa samband við okkur á opnunartíma þjónustuvers og loka kortinu alveg. Ekki er hægt að gera endurkröfu á færslu á þeirri forsendu að hún sé sviksamleg nema korti sé lokað fyrst. - Fylla út þetta skjal hér til að formlega óska eftir endurkröfu
- Senda útfyllt skjal á: hallo@indo.is
Mikilvægt er að skila inn þeim gögnum sem við óskum eftir innan 90 daga frá færsludagsetningu. Eftir þann tíma er frestur til að framkvæma endurkröfu útrunninn.
Ef færslan var framkvæmd og samþykkt með PIN númeri, með greiðslulausn í farsíma eða í appinu (3D secure) er því miður ekki hægt að óska eftir endurkröfu á þeirri forsendu að hún sé sviksamleg.
Ef þú kannast við færslu en hefur athugasemd við hana
(Færslan kom kannski inn oftar en einu sinni, þú borgaðir meira en þú samþykktir eða varan eða þjónustan var ekki móttekin) Þá þarftu að gera eftirfarandi:
- Hafa samband við söluaðila og reyna að leysa úr málinu og fá færsluna leiðrétta.
- Ef ekki tekst að leysa málið beint við söluaðila hefur þú samband við okkur og við aðstoðum við þig með endurkröfuferlið.
- Þá fyllir þú út þetta eyðublað frá okkur til að óska formlega eftir endurkröfu
- Ásamt eyðublaði er mikilvægt að senda inn öll þau gögn sem þú telur að muni styðja við mál þitt. Þau gögn sem er mikilvægt að senda inn eru:
- Upplýsingar um að reynt hafi verið að leysa málið beint við söluaðila og með hvaða hætti.
- Afrit af pöntun eða upplýsingar um hvað var pantað og hvenær áætlaður afhendingardagur vöru/þjónustu var.
- Staðfesting um að vara/þjónusta hafi ekki verið móttekin.
- Sendir eyðublað og önnur gögn á hallo@indo.is .
Gögn þurfa að berast innan 90 daga frá því að vara eða þjónusta var ekki móttekin. Eftir þann tíma er frestur til að framkvæma endurkröfu útrunninn.
Endurkröfuferlið tekur mið af að hámarki 35 færslum sem ekki eru eldri en 90 daga gamlar. Til þess að minnka hættuna á að mál tefjist eða falli niður er mikilvægt að öll gögn sem styðja athugasemd við færslu fylgi umsókninni.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.