Hvað á ég að gera ef ég kannast ekki við færslu hjá mér?

Ef þú sérð færslu sem þú kannast ekki við er best að byrja á því að frysta kortið þitt um leið.

Þú gerir það með þessum skrefum:

  1. Opnar indó appið
  2. Velur “Kort” á flipanum neðst á skjánum
  3. Ýtir á “Frysta

Síðan er best að þú hefur samband við okkur í gegnum netspjallið í appinu (því þá getum við sannreynt að þú sért þú). Þar getur þú sagt okkur frá færslunni sem þú kannast ekki við og við skoðum málið fyrir þig. 

 

Sjá einnig: Athugasemd við kortafærslu

Var þessi grein gagnleg?

67 af 72 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.