Ef þú sérð færslu sem þú kannast ekki við er best að byrja á því að frysta kortið þitt um leið.
Þú gerir það með þessum skrefum:
- Opnar indó appið
- Velur “Kort” á flipanum neðst á skjánum
- Ýtir á “Frysta”
Síðan er best að þú hefur samband við okkur í gegnum netspjallið í appinu (því þá getum við sannreynt að þú sért þú). Þar getur þú sagt okkur frá færslunni sem þú kannast ekki við og við skoðum málið fyrir þig. Þú finnur netspjallið með því að fylgja þessum skrefum:
- Þú opnar indó appið
- Á heimaskjánum ýtirðu á „Allskonar“ neðst í hægra horni
- Þar ýtirðu á „Netspjall“
Þaðan getum við haldið áfram með málið í auðkenndu umhverfi.
Sjá einnig: Athugasemd við kortafærslu
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.