Er munur á debetkortum og kreditkortum varðandi möguleika á endurgreiðslu?

Einu sinni var það þannig að það var auðveldara að sækja endurgreiðslu í tilfelli svika eða gjaldþrota, ef um var að ræða kreditkort frekar en debetkort. En síðan eru liðin ansi mörg ár. Í dag er það þannig að það er enginn munur á einfaldleika endurgreiðslu eða réttinum til hennar hvort sem þú greiðir með kredit- eða debetkorti.

 

VISA kerfið í heild sinni gengur m.a. út á það, að þau sem greiða með greiðslukortum, hvaða nafni sem þau nefnast, eiga skilyrðislausan rétt á að fá vöruna eða þjónustuna afhenta. Ef brotalöm er á því er það VISA sem ábyrgist að korthafinn fái endugreitt.

 

Það er því þannig að þegar við sem korthafar kaupum eitthvað og varan er ekki afhent eða um einhvers konar svik er að ræða, þá ábyrgist VISA (í gegnum aðila að því kerfi) endurgreiðslu.

 

Tökum sem dæmi að þú kaupir flugfar og flugfélagið fer á hausinn áður en það getur flogið með þig. Þá skiptir ekki máli hvort þú borgaðir farið með kredit- eða debetkorti, þú talar einfaldlega við útgefanda kortsins (t.d. indó) og óskar eftir að hann opni kröfu á endurgreiðslu. Þá myndi útgefandinn, að því gefnu að um raunverulega vanefnd eða svik sé að ræða, endurgreiða þér - og svo reka málið áfram gagnvart VISA, sem hefur samband við færsluhirðinn (og banka færsluhirðisins) sem, eftir atvikum,  reynir að sækja peningana til söluaðilans eða í þrotabú hans.

 

Þá skiptir engu máli hvort um er að ræða kredit- eða debetkort - og í engum tilfellum myndast einhver krafa sem korthafinn á í þrotabúið eða á söluaðilann. VISA sér um þetta allt saman í gegnum sitt kerfi þar sem í eru útgefandinn (t.d. indó), færsluhirðirinn (t.d. Rapyd), söluaðilinn eða banki færsluhirðisins (t.d. Landsbankinn). Þú, sem korthafi, þarft bara að senda inn kröfu sem útgefandinn greiðir ef krafan reynist á rökum reist.Var þessi grein gagnleg?

100 af 102 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.