Consumer Dispute
Consumer dispute eru allar endurkröfur þar sem að korthafi framkvæmdi sjálfur færsluna en hefur einhverja athugasemd við hana og telur sig eiga rétt á endurgreiðslu fyrir hluta af- eða fullri upphæð færslunnar. Þetta á til dæmis um tilvik þar sem korthafi var tvírukkaður eða pantaði vöru eða þjónustu sem hann fékk ekki afhenda.
Áður en það er hægt að hefja Consumer Dispute þarf korthafi að reyna að leysa málið beint við söluaðila.
Fraud
Svikafærslur (e. fraud) eru allar þær færslur sem að korthafi sjálfur hvorki framkvæmdi - né gaf leyfi fyrir því að yrði framkvæmd á sitt kort. Undir fraud færslur falla því t.d. ekki þau tilvik þar sem korthafi pantar vörur á sölusíðu sem hann áttar sig síðar á því að sé svikasíða eða þegar korthafi hættir í áskrift og fær áframhaldandi rukkun. Ef kortafærsla er samþykkt með auðkenningu (3DS staðfestingu í appi, lífkenni, PIN eða með öðrum hætti) er ekki hægt að fara fram á endurkröfu á forsendum þess að hún hafi verið sviksamleg.
Áður en það er hægt að hefja endurkröfu á forsendum þess að færsla hafi verið sviksamleg þarf að byrja á því að loka korti viðskiptavinar.
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.