Get ég fengið yfirdrátt, lán eða kreditkort hjá indó?

Já, við erum farin að bjóða upp á yfirdrátt og fyrirframgreidd laun. Þú getur sótt um hvoru tveggja í indó appinu undir “reikningur” efst í hægra horninu á heimaskjánum.

Fyrst um sinn verður hægt að fá yfirdrátt að hámarki 500.000 kr. og í allt að 6 mánuði. Fyrirframgreidd laun er 25.000 kr. ókeypis lán í lok mánaðarins.

Þar sem við erum lítill sparisjóður viljum við þó taka varfærin skref í að byrja að lána út. Við viljum byrja að lána hægt og rólega og læra af því - og því eru lánaskilyrðin jafnvel strangari í upphafi en vonumst til að víkka út skilyrðin í náinni framtíð.

 

Við erum ekki með kreditkort, en við viljum endilega heyra hvers vegna þig langar í kreditkort. Kannski getur indó kortið þitt leyst þá þörf núna eða seinna.

Var þessi grein gagnleg?

396 af 414 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.