Er hægt að fá yfirdrátt hjá indó?

Já, við erum farin að bjóða upp á yfirdrátt. Þú getur sótt um yfirdrátt í indó appinu undir “reikningur” efst uppi í hægra horni á heimaskjánum. Fyrst um sinn verður hægt að fá yfirdrátt að hámarki 500.000 kr. og í allt að 6 mánuði. 

 

Þar sem við erum glænýr og lítill sparisjóður viljum við þó taka varfærin skref í að byrja að lána út. Við viljum byrja að lána hægt og rólega og læra af því og þurfum því að takmarka aðgengið að lánunum meira til að byrja með. Þess vegna eru lánaskilyrðin strangari í upphafi en við vonumst til að geta víkkað út skilyrðin í náinni framtíð. 

Þau sem geta fengið yfirdrátt hjá indó eins og er eru þau sem ná eftirfarandi skilyrðum*:

  • Vera 25 ára eða eldri
  • Vera með A1-A3 í lánshæfismati Creditinfo
  • Vera í vinnu síðustu þrjá mánuði með launum a.m.k. 250 þúsund krónur eftir skatt.
    Við biðjum Skattinn um að staðfesta fyrir okkur að þú hafir verið að fá laun sl. 3 mánuði. Þú þarft ekki að vera að fá launin þín til indó.
  • Hafa notað indó í 6 mánuði (með 10 færslur að lágmarki - svo við vitum að þú sért í raun að nota indó)
  • Með búsetu á Íslandi og kennitölu sem er að minnsta kosti 36 mánaða gömul.

*Það þarf að ná þessum sömu viðmiðum aftur eftir 6 mánuði ef þú nærð ekki að greiða yfirdráttinn niður á umsömdum tíma og vilt sækja um nýjan.


Ef þú þarft lítið lán í lok mánaðarins til að ná endum saman, mælum við með fyrirframgreiddum launum. 

Var þessi grein gagnleg?

4 af 4 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.