Afhverju ákvað indó að bjóða yfirdrátt í stað annars konar lána?

Við ákváðum að bjóða fyrst upp á yfirdrátt af nokkrum ástæðum, m.a.:

  • Það er tæknilega auðvelt að bjóða þessa viðbótarþjónustu við debetreikninginn sem indóar eiga nú þegar.
  • Yfirdráttur er algengt og þekkt lán. En við sáum þó tækifæri í að bjóða betri yfirdrátt, eins og að bjóða aðeins betri kjör fyrir þau sem gera plan í lækka hann. Okkur finnst líka mikilvægt að kynna ekkert nýtt lán til sögunnar með nýju nafni til að reyna eitthvað að fegra hlutina: yfirdráttur er jú dýrt lán - og ætti að vera tímabundin lausn.
  • indóar óskuðu eftir því - mörg vilja færa yfirdrátt úr öðrum bönkum yfir til indó.
  • Við reiknuðum með því að yfirdrátturinn væri einfaldasta lánið fyrir okkur til að byrja með frá sjónarhorni uppbyggingu og rekstrar.

Var þessi grein gagnleg?

1 af 1 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.