indó, líkt og aðrir bankar og sparisjóðir, hefur það hlutverk að "endur"lána innlán viðskiptavina. Það þýðir að viðskiptavinir leggja inn t.d. launin sín eða sparnað á indó reikninga, og þannig að indó er í raun að geyma peningana fyrir viðskiptavinina.
Hlutverk indó er síðan að ávaxta þessi innlán, m.a. til að standa undir þeim vöxtum sem sparisjóðurinn borgar innlánseigendum og eins til að standa straum af rekstrarkostnaði sínum. Það þýðir að hann notar þessa peninga m.a. í að kaupa ríkisverðbréf, leggja inn á innlánsreikninga í Seðlabankanum og fleira. Það er með þeim hætti sem indó fær fjármagnið til að lána öðrum viðskiptavinum, sem óska eftir t.d. yfirdrætti.
Það er svo hlutverk indó að passa upp á að þau lán sem eru veitt greiðist til baka, enda er indó í raun að lána sparnað annarra viðskiptavina, sem treysta indó fyrir launum og sparnaði.
Indó er svo með öfluga áhættustýringu sem passar að vel sé fylgst með þessum útlánum, og eins er sparisjóðurinn með mikla fjármuni frá eigendum hans (hlutafé) sem ætlað er að minnka enn frekar áhættuna af því að lána fólki peninga.
Indó mun fara mjög varlega í að auka útlán sín og kappkosta að skilja vel áhættuna á hverjum tímapunkti áður en hún er aukin.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.