Hvað kostar að vera með yfirdrátt hjá indó?

Það er ekkert lántökugjald á yfirdrætti hjá indó. Það er heldur ekkert breytingagjald, seðilgjald, uppgreiðslugjald eða annar falinn kostnaður. Það kostar heldur ekkert að vera með yfirdráttarheimild sem er ekki ádregin/notuð. 

Hins vegar er yfirdráttur dýrt lán vegna vaxtanna og því ætti yfirdráttur aðeins að vera hugsaður sem lítið lán í styttri tíma. Til að hvetja þig að lækka yfirdráttinn bjóðum við betri vexti ef þú virkjar plan til að lækka yfirdráttinn mánaðarlega. 

Hins vegar, ef þú hefur ekki tök á að greiða upp yfirdráttinn á réttum tíma og hefur ekki samið um greiðslur, falla dráttarvextir á yfirdráttinn og annar innheimtukostnaður.

 

Nánar um vexti og innheimtugjöld á yfirdrætti má finna hér

Var þessi grein gagnleg?

1 af 1 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.