Yfirdráttur er dýrt lán vegna vaxtanna og því ætti yfirdráttur aðeins að vera hugsaður sem lítið lán í styttri tíma.
Þegar þú sækir um yfirdrátt ertu í raun að fá heimild fyrir því að taka lán. Þú ert svo ekki að nota yfirdráttinn fyrr en þú klárar peninginn á reikningnum og þá gengur þú á yfirdráttarheimildina og þá ertu að nota yfirdráttinn, eða fá lánað. Við rukkum svo vexti af þeirri upphæð sem þú raunverulega færð lánað, þ.e. upphæðina sem þú notar af yfirdrættinum. Ef þú notar ekki yfirdráttinn, þá borgarðu enga vexti.
Við bjóðum upp á aðeins betri vexti ef þú virkjar plan til að lækka yfirdráttinn mánaðarlega. Það er vonandi hvatning til að setja upp plan til að lækka heimildina mánaðarlega til að rúlla ekki áfram dýrum yfirdrætti út í hið óendanlega.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.