Eini kostnaðurinn við yfirdrátt hjá indó eru vextirnir, sem fara eftir því hvort þú ert að lækka heimildina eða ekki. Kostnaðurinn við yfirdrátt verður þá sú upphæð sem er í notkun á hverjum degi margfaldað með vaxtaprósentunni og 1/365 sem stendur fyrir eins dags vexti.
Þú reiknar því kostnaðinn af yfirdrættinum þínum svona á dag:
Upphæð yfirdráttar sem þú ert að nota * vaxtaprósenta yfirdráttar (0,XXX) * 1/360 = Kostnaður á dag
Ef þú ert með yfirdráttarheimild sem þú notar ekki, þá greiðir þú enga vexti.
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.