Við erum rétt að byrja lána og erum lítill sparisjóður. Þess vegna byrjum við að lána takmarkað og til takmarkaðs hóps og því eru jafnvel stífari viðmið en við sambærileg lán. En hey, einhvers staðar þarf að byrja! Við munum svo breyta lánakröfunum með tíð og tíma.
Lánaviðmið fyrir yfirdrátt:
- CreditInfo einkunn frá A1 til A3.
- Kennitalan þarf að vera að minnsta kosti 36 mánaða gömul miðað við dagsetningu umsóknar og viðkomandi þarf að vera búsettur á Íslandi þegar sótt er um yfirdrátt
- Viðkomandi þarf að hafa verið í vinnu síðustu þrjá mánuði miðað við dagsetningu umsóknar með mánaðartekjur að lágmarki 250 þúsund krónur eftir skatt.
- Viðkomandi þarf að vera a.m.k. 25 ára
- Við viljum líka að viðkomandi hafi verið að nota indó, svo við horfum á virkni viðkomandi: a.m.k. 10 færslur á mánuði hvern undanliðinn mánuð- en við tökum tillit til þess ef virknin er minni í 1-2 mánuði á tímabilinu
- Allir einstaklingar eru settir í lánshæfisvöktun hjá Creditinfo á meðan virkum yfirdrætti stendur
Lánaviðmið fyrir fyrirframgreidd laun:
- Kennitalan þarf að vera að minnsta kosti 36 mánaða gömul miðað við dagsetningu umsóknar og viðkomandi þarf að vera búsettur á Íslandi við umsóknartilfellið
- Viðkomandi þarf að vera a.m.k. 25 ára
- Viðkomandi þarf að hafa fengið 150 þúsund krónur greitt inn á veltureikninginn sinn hjá indó í hverjum mánuði seinustu þrjá mánuði. Indó metur sjálfstætt hvort að þessar launagreiðslur hafi átt sér stað
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.