Hvernig greiði ég niður yfirdrátt?

Þú getur valið að vera í plani og lækkað heimildina niður jafnt og þétt mánaðarlega. Lækkunin gerist sjálfkrafa um mánaðamót og við bjóðum hagstæðari kjör fyrir að vera í plani. Lágmarksheimildarminnkun á mánuði miðast við að yfir eitt ár nái lántakandinn að minnka yfirdráttarheimildina um 20%

Það er ekkert mál að greiða allan yfirdráttinn í einu og fjarlægja hann. Þú leggur bara næga upphæð inn á reikninginn, velur „yfirdráttur“ í appinu og annað hvort „loka yfirdrætti“ eða „breyta heimild“.  Ef þú lækkar heimildina niður í 0 kr. þarftu ekki að fara í gegnum undirritunarferlið aftur ef þú skyldir þurfa á yfirdrætti að halda aftur á því tímabili sem samningurinn náði til. 

Var þessi grein gagnleg?

1 af 3 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.