indó er aaaaalveg eins og fyrir fullorðna - nema:
-
Foreldrar geta skoðað stöðu og færslur táningsins í sínu indó appi.
-
Táningar geta ekki notað indó kortið á helstu fjárhættuspilasíðum, t.d. Coolbet.
-
Táningar geta ekki notað indó kortið á helstu fullorðinssíðum, t.d. Only Fans.
-
Táningar geta ekki verslað á netinu eða í búðum sem selja vörur ætlaðar fólki yfir 18 ára. Dæmi um slíkar verslanir eru ÁTVR og svipaðar verslanir á netinu og búðir sem selja t.d. vörur tengdar reykingum.
Það að geta ekki verslað á stöðunum nefndum hér að ofan byggist á því að þessar vefsíður eða búðir hafi skilgreint sig í réttan flokk söluaðila sem flestir gera en það gætu fundist frávik
Athugasemdir
0 comments
Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.