Hvað er Færslusplitt?

Færslusplitt gerir þér kleift að dreifa greiðslum í fjóra hluta allt að 30 daga aftur í tímann.

Þegar þú splittar færslu færðu lán fyrir 75% af upphæð færslunnar á þeim útlánavöxtum sem eru gildir daginn sem færslunni er splittað.

Þú greiðir fyrsta hluta færslunnar strax og hún er framkvæmd og borgar síðan lánið upp í þremur greiðslum yfir næstu þrjú mánaðamót.

Það er ekkert lántökugjald né önnur aukagjöld sem fylgir því að splitta færslu.

Lágmarksupphæð færslu til að splitta eru 20.000 kr. en þú getur splittað fjölda af færslum upp að 250.000 kr. hámarki.

Þannig geturðu t.d. splittað þremur færslum (100.000 kr. + 100.000 kr. + 50.000 kr) eða fimm mismunandi færslum þar sem hver og ein er upp á 50.000 kr.

Til að geta splittað færslum þarft þú að:

  • vera 25 ára eða eldri
  • hafa kennitölu sem er a.m.k. þriggja ára gömul
  • hafa notað indó í 3 mánuði
  • vera með búsetu á Íslandi
  • hafa lánshæfismat A1-B2 (eða C1 ef þú ert að deila viðbótargögnum) skvmt. Credit Info
  • hafa staðið í skilum á öðrum lánum hjá indó
  • hafa verið launþegi í 3 mánuði
  • hafa laun hærri en 325,000 kr. eftir skatt

Var þessi grein gagnleg?

0 af 1 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.