Hversu mörgum færslum get ég splittað samtímis?

Stutta svarið er ein 250.000 kr. færsla eða tólf 20.000 kr. færslur en líklega mun fjöldi þeirra færslna sem þú splittar liggja þar einhversstaðar á milli.

Þegar þú sækir um Færslusplitt færðu nefnilega lánsheimild upp á 250.000 kr. sem þú getur splittað í smærri og stærri færslur.

Lágmarksupphæð færslu til að splitta er 20.000 kr. og getur þú splittað færslum á ýmsa vegu svo lengi sem heildarkostnaður splittfærslna fer ekki yfir 250.000 kr.

Til dæmis:

  • Þú getur splittað þremur færslum, tveimur af þeim upp á 100.000 kr. og einni upp á 50.000 kr.
  • eða splittað fimm færslum hver og ein upp á 50.000 kr.

Var þessi grein gagnleg?

2 af 2 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.