Þegar þú splittar færslu færðu lánaheimild til þrigga mánaða upp á 250.000 kr. og er það lán greitt til baka með þremur jöfnum afborgunum. Þú greiðir fyrsta hlutann af færslunni en færð lánað fyrir 3/4 af færslunni og er hver hluti greiddur til baka á fyrsta virka degi mánaðarins.
Yfirdrátturinn veitir þér hins vegar hærri lánaheimild, eða upp að 500.000 kr. og gildir í sex mánuði frá degi lántökunnar. Þú getur greitt yfirdráttinn niður í plani til lækkunar eða haldið honum óbundnum ef þú vilt að höfuðstóllinn haldi sér samur á lántökutímabilinu.
En sama hvernig yfirdrátt þú tekur þá þarf að sækja um endurnýjun á yfirdrættinum að sex mánuðum loknum ef þú vilt halda áfram að vera með yfirdrátt.
Þar sem Færslusplittið er upp á minna lán og er greitt til baka í þremur jöfnum afborgunum, stendur hann til boða öllum þeim sem eru með lánshæfismat C1 eða hærra og eru að deila viðbótargögnum (samkvæmt Credit Info) en þú verður að vera með lánshæfismat B2 eða hærra ef þú ætlar að sækja um yfirdráttinn.
Það er hægt að vera með bæði yfirdrátt og splitta færslum ásamt því að taka fyrirframgreidd laun.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.