Get ég flutt öll mín bankaviðskipti til indó?

Flest okkar eru með allskonar þjónustu hjá bankanum okkar. Við bjóðum upp á veltureikninga (debetkort) og sparnaðarreikninga og þú getur einnig greitt reikninga í appinu. Svo munum við í náinni framtíð bjóða indóunum okkar upp á útlán í einhverju formi. Við munum svo halda áfram að þróa þjónustuna okkar í samstarfi við indóa.
 
Við trúum því að fólk eigi rétt á því að púsla saman fjármálaþjónustu sem þeim hentar að hverju sinni - og að það sé úrelt að einn banki þurfi að veita þér alla þá þjónustu sem þú þarft. Þú átt skilið að fá sanngjarna og góða þjónustu frá þeim sem þér líst best á hverju sinni. Við munum aldrei hlekkja þig í einhverja átthagafjötra.
 

Var þessi grein gagnleg?

340 af 350 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Ekki er hægt að skrifa athugasemdir við grein.