Þarf ég rafræn skilríki fyrir indó? Hvað með Auðkennisappið?

Fyrir utan rafræn skilríki sem tengja kennitöluna þína við símanúmerið þitt, er einnig hægt að stofna indóreikning og skrá sig inn með Auðkennisappinu. Appið er gjaldfrjálst, öruggt og virkar með íslenskum og erlendum símanúmerum.

Þú einfaldlega sækir Auðkennisappið í gegnum App Store eða Google Play Store og getur þannig virkjað rafræn skilríki fyrir indó appið og hvar sem er á netinu þar sem þú gætir þurft að staðfesta með rafrænni auðkenningu.

 

Til þess að virkja rafræn skilríki í gegnum Auðkennisappið, þarftu:

  • að hafa náð 18 ára aldri
  • hafa afnot að snjalltæki með NFC stuðningi
  • hafa gilt íslenskt vegabréf

Þú getur lesið meira um Auðkennisappið með því að smella hérna.

Var þessi grein gagnleg?

3 af 3 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.