Það er óskaplega mismunandi á milli einstaklinga, en allir sem nota indó debetkortið sitt í staðinn fyrir gamla debetkortið sitt spara sér eitthvað. Ef þú ert dæmigerður debetkortanotandi skv. upplýsingum frá Seðlabanka Íslands, og ert með dæmigerð debetkort frá einhverjum bankanna, þá er ekki óvarlegt að giska á að þú getir sparað þér um 40 þúsund á ári með því að losna við færslugjöld, árgjald debetkorts, 3% gjaldeyrisálag og mun betri vexti á innstæðunni á launareikningnum.
Ef þú ert með kreditkort, þá ertu í raun að spara svipaða fjárhæð. Þú borgar ekki færslugjöld af kreditkortum, en þú borgar hins vegar hið stórkostlega kúnstuga gjald "birtingargjald" í hverjum mánuði, auk þess sem árgjöld kreditkorta geta numið tugum þúsunda.
Eftir hverju ertu að bíða? Hættu að borga bankanum fyrir að fá að nota þína peninga.
Athugasemdir
0 comments
Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.