Hvaða upplýsingar þarf ég að veita indó til að stofna reikning?

Þegar þú stofnar reikning hjá indó eru upplýsingar sóttar frá Þjóðskrá. En biðjum við einnig um netfang til að geta sent þér tölvupóst þegar þörf er á að hafa samband við þig að fyrra bragði.

indó ber einnig skyldu samkvæmt peningaþvættislöggjöf að þekkja deili á sínum viðskiptavinum og hafa eftirlit með þeim í samræmi við íslensk lög. Tilgangur þessara spurninga er aðallega að spyrja hvernig má búast við að þú munir nota reikninginn þinn hjá okkur.

Spurningarnar sem verður því að svara þegar þú stofnar reikning eru eftirfarandi:

  • Hver er staða þín á vinnumarkaði?
  • Hefur þú skattskyldu í öðru landi en á Íslandi?
  • Ert þú bandarískur ríkisborgari?
  • Greiðir þú skatta í Bandaríkjunum?
  • Hver er áætluð velta á mánuði í gegnum indó?
  • Hver er uppruni peninganna þinna?
  • Hefur þú, náinn fjölskyldumeðlimur eða samstarfsmaður verið háttsett í opinberri þjónustu undanfarna 12 mánuði?

Eftir að þessum stöðluðu spurningum hefur verið svarað velurðu þér reikningsnúmer og annað hvort bleikt eða grænt kort (mjög mikilvægt að velja það sem þér finnst flottast). En eftir það er reikningurinn stofnaður og kortanúmerið orðið virkt.

Related to

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg

Ertu með fleiri spurningar? Senda fyrirspurn

Athugasemdir

0 comments

Vinsamlegast innskráning til að skilja eftir athugasemd.